Posinn snýr aÐ þér - leggÐu pinniÐ á minniÐ

ekkert pinn

 

Kortaviðskipti hafa verið að breytast um allan heim. Kort með örgjörva leysa kort með segulrönd af hólmi.

Helsta breytingin fyrir þig sem korthafa er að í stað þess að afhenda kortið við greiðslu stingur þú örgjörvakortinu  í posann og staðfestir greiðsluna með pinninu þínu. 

Þú þarft því að leggja pinnið á minnið til að geta notað greiðslukortið þitt.

Ef örgjörvakortinu þínu er stolið er ekki hægt að nota það á sölustað þar sem staðfestingar viðskipta er krafist með pinni. Þú verður því að varðveita pinnið þitt vel. Ekki segja neinum öðrum frá pinninu þínu, geyma það á miða í veskinu eða með þeim hætti að einhver getur komist yfir það. Passaðu að enginn sjái pinnið þegar að þú stimplar það inn í posann.

Leggðu pinnið á minnið – það er öruggara og flýtir fyrir afgreiðslu.

Spurt og svarað


 • Þú afhendir ekki kortið við greiðslu heldur setur það í posann og staðfestir viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Þú færð kvittun með sama hætti og áður.

  Leggðu pinnið á minnið – það er öruggara og flýtir fyrir afgreiðslu.

   

 • Ef kortið þitt er einungis með segulrönd  er hægt að nota það með óbreyttum hætti á meðan kortið er í gildi.

  Þú getur sótt um að fá kort með örgjörva hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur út kortið þó svo að eldra kortið sé ennþá í gildi.

 • Leitaðu til útgefanda kortsins þíns – viðskiptabanka eða sparisjóðs - og fáðu upplýsingar um nýtt örgjörvakort. Við sama tækifæri færðu pinnið þitt. Pinnið þitt (PIN) eru fjórir tölustafir sem þú þarft að varðveita á öruggan hátt. Ekki geyma pinnið á miða í veskinu eða á öðrum stað þar sem þjófar gætu nálgast það. Ef þú manst ekki pinnið geturðu nálgast það hjá útgefanda greiðslukortsins, banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki. Leggðu pinnið á minnið – það er öruggara og flýtir fyrir afgreiðslu.

 • Hægt er að nálgast  pinnið í  netbönkum, eða hjá þeim banka,sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur út kortið.

  Ef þú getur ekki lagt pinnið á minnið til dæmis vegna sjúkdóms eða fötlunar skaltu hafa samband við útgefanda kortsins, banka eða sparisjóð, og leita lausna.

   

 • Þú færð þrjár tilraunir til að slá inn pinnið þitt. Kortið læsist hins vegar ef rangt pinn er slegið inn þrisvar sinnum í röð og er þá ekki hægt að nota örgjörvann fyrr en því hefur verið aflæst.

  Til að opna kortið á ný er í sumum tilfellum hægt að fara í hraðbanka og aflæsa pinninu. Þú getur einnig haft samband við þann banka, sparisjóð eða kortafyrirtæki sem gaf út kortið og beðið um enduropnun. Næst þegar þú greiðir með kortinu í örgjörvaposa er kortinu aflæst.

  Ef þú manst ekki pinnið er hægt að nálgast það í netbönkum, eða hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur út kortið.

 • Öll íslensk  kreditkort og flest  debetkort eru með örgjörva.  Ef þú ert enn með debetkort án örgjörva verður það endurnýjað í kort með örgjörva í síðasta lagi þegar gildistími þess rennur út. Þú getur sótt um að fá kort með örgjörva hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur kortið út þó svo að eldra kortið sé ennþá í gildi.

 • Með verkefninu Pinnið á minnið er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Ávinningurinn er aukið öryggi fyrir korthafa og fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum. Íslensk fyrirtæki uppfylla þannig alþjóðlegar kröfur um öryggi í kortaviðskiptum.

 • Ávinningur af breytingunni er aukið öryggi fyrir korthafa og fyrirtæki sem taka við kortum. Með þessari breytingu mætir íslenskt samfélag kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum. Þessar kröfur eru sem innleiddar um allan heim, til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

 • Með verkefninu Pinnið á minnið er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Greiðsluveitan hf., dótturfyrirtæki Seðlabanka Íslands, sér um framkvæmd verkefnisins ásamt færsluhirðunum Borgun, Valitor og Kortaþjónustan. Verkefnið Pinnið á minnið er unnið með heimild Samkeppniseftirlitsins samanber ákvörðun 18/2010.

 • Örgjörvakort geyma upplýsingar í örgjörva (lítill gylltur eða silfraður ferhyrningur á kortinu) í stað segulrandar.

  Örgjörvakort eru öruggari en segulrandarkort , þar sem erfiðara er að afrita slík kort og greiðslur eru staðfestar með pinni í stað undirskriftar.