Nánar um frétt

Hvað ef ég slæ inn rangt pinn?

Þú færð þrjár tilraunir til að slá inn pinnið þitt. Kortið læsist hins vegar ef rangt pinn er slegið inn þrisvar sinnum í röð og er þá ekki hægt að nota örgjörvann fyrr en því hefur verið aflæst.

Til að opna kortið á ný er í sumum tilfellum hægt að fara í hraðbanka og aflæsa pinninu. Þú getur einnig haft samband við þann banka, sparisjóð eða kortafyrirtæki sem gaf út kortið og beðið um enduropnun. Næst þegar þú greiðir með kortinu í örgjörvaposa er kortinu aflæst.

Ef þú manst ekki pinnið er hægt að nálgast það í netbönkum, eða hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur út kortið.