Nánar um frétt

19. janúar 2015: Ekkert pinn, engin heimild

Á sölustöðum hérlendis snýr posinn nú að viðskiptavinum sem staðfesta kortagreiðslur með pinni í stað undirskriftar. Korthafar sem muna ekki pinnið hafa hingað til getað staðfest greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum.

Þann 19. janúar 2015 hefja útgefendur greiðslukorta afnám þessarar undanþágu.  Korthafar þurfa þá að staðfesta með pinni eða eiga á hættu að ekki fáist heimild fyrir viðskiptum. Ef kort er án örgjörva skrifar korthafi áfram undir greiðslukvittun.

Til  að forðast óþægindi skiptir miklu að korthafar leggi pinnið á minnið fyrir þennan tíma hafi þeir ekki gert það nú þegar. Hægt er að nálgast pinnið í netbönkum, öppum eða hjá þeim banka, sparisjóði eða kortafyrirtæki sem gefur út kortið.

Korthafar sem ekki geta notað pinnið vegna fötlunar eða af heilsufarsástæðum eru hvattir til að ræða við útgefanda kortsins, banka eða sparisjóð. Útgefendur greiðslukorta eiga sértækar lausnir sem kunna að gagnast þeim korthöfum.

Á sölustöðum þarf að tryggja aðgengi korthafa að posunum til að þeir geti staðfest greiðslur með pinni.