Nánar um frétt

Greiðslukortaviðskipti eftir 1. nóvember 2012

Þann 1. nóvember 2012 áttu fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum að hafa sett upp örgjörvaposa er snúa að viðskiptavinum.  Nú eru um 70% afgreiðslustaða posa komnir með örgjörvaposa og á næstu vikum og mánuðum verða örgjörvaposar teknir í notkun á þeim afgreiðslustöðum sem eftir eru.

Rétt aðferð við notkun örgjörvaposa er eftirfarandi:

• Posinn snýr að viðskiptavinum

 • Viðskiptavinir geta sjálfir sett kortið í posann

• Viðskiptavinir staðfesta kortagreiðslur með pinni í stað undirskriftar

Þeir sem eru með gömul kort með segulrönd fá örgjörvakort næst þegar kortið er endurnýjað. Þangað til er að sjálfsögðu hægt að nota gamla kortið áfram.  Sama á við um erlend kort sem einungis eru með segulrönd. Ef kortið er án örgjörva tekur starfsfólk við kortinu, rennir segulrönd og ber saman undirskrift á korti og kvittun.

Ef viðskiptavinur með örgjörvakort man ekki pinnið  er ennþá  heimilt að ýta á græna takkann og leyfa viðskiptavini að staðfesta greiðslu með undirskrift. Örgjörva kortins ber þó ávallt að lesa.

Mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækja sem taka við kortagreiðslum komi þessum upplýsingum áleiðis og þjálfi sitt starfsfólk í réttri aðferð