EF ÉG MAN EKKI PINNIÐ ?

Ef þú manst ekki pinnið er hægt að nálgast það í netbönkum eða hjá útgefanda kortsins, banka eða sparisjóði. Ef rangt pinn er ítrekað slegið inn, er lokað fyrir staðfestingu með pinni. Hægt er að aflæsa sumum kortum í hraðbanka, annars þarftu að leita til þíns banka eða sparisjóðs.

GÆTTU AÐ ÖRYGGINU

Það er mikilvægt að þú látir pinnið þitt aldrei öðrum í té og gerir það ekki aðgengilegt. Ekki varðveita pinnið með kortinu. Ekki segja neinum frá pinninu þínu. Öruggasta leiðin er að leggja pinnið á minnið. Ef þú getur ekki lagt pinnið á minnið hafðu þá samband við þann banka eða sparisjóð sem gaf út kortið.

HVERNIG MANST ÞÚ PINNIÐ ÞITT?

Þótt þú getir ekki valið pinnið sjálft - þá máttu alveg ráða því hvernig þú leggur pinnið á minnið. Mundu bara að halda aðferðinni út af fyrir þig - því þú mátt engum segja pinnið þitt.

fréttir / tilkynningar

19. janúar 2015: Ekkert pinn, engin heimild

Á sölustöðum hérlendis snýr posinn nú að viðskiptavinum sem staðfesta kortagreiðslur með pinni í stað undirskriftar. Korthafar sem muna ekki pinnið hafa hingað til getað staðfest greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum. Þann 19. janúar 2015 …

Sjá nánar

Aðgengi fatlaðra að posum

Fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum verða nú að setja upp örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum. Mikilvægt er að hugað sé vel að aðgengi fatlaðra korthafa að posum. Í meðfylgjandi grein Hörpu Ingólfsdóttur ferlifræðings hjá Aðgengi, sem unnin er í samvinnu …

Sjá nánar

Greiðslukortaviðskipti eftir 1. nóvember 2012

Þann 1. nóvember 2012 áttu fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum að hafa sett upp örgjörvaposa er snúa að viðskiptavinum.  Nú eru um 70% afgreiðslustaða posa komnir með örgjörvaposa og á næstu vikum og mánuðum verða örgjörvaposar teknir í notkun á …

Sjá nánar

Breytingar í kortaviðskiptum og fatlaðir korthafar

Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um hvernig breytingar í kortaviðskiptum snúa að fötluðum. Af því tilefni er eftirfarandi tekið fram: Vitað er að tilteknir hópar korthafa geta átt erfitt með að komast að posa á sölustað til að staðfesta kortagreiðslu …

Sjá nánar

Sjá fréttasafn